11.05.1988
Sameinað þing: 83. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7957 í B-deild Alþingistíðinda. (6137)

199. mál, framtíðarhlutverk héraðsskólanna

Óli Þ. Guðbjartsson:

Hæstv. forseti. Ég leyfi mér af þessu tilefni að þakka nefndinni fyrir hennar störf í þessu sambandi varðandi þessa tillögu. Ég vil einnig leyfa mér að leggja áherslu á þau aðalatriði sem koma fram í nál. sem mér finnst vera í rauninni tvö. Að vísu er á það minnt að það er þegar byrjað að vinna að þessu efni, en nefndin leggur áherslu á að sem allra fyrst sjái tillögur dagsins ljós til úrlausnar í þessu efni en telur líka mikilvægt að ákveða framtíðarhlutverk héraðsskólanna sem fyrst.

Ég tel að með þessari afgreiðslu sé málið komið á viðunandi rekspöl og bind vissulega vonir við að framhaldsstarfið skili árangri.