131. löggjafarþing — 14. fundur,  21. okt. 2004.

Varamaður tekur þingsæti.

[10:32]

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá 10. þm. Reykv. s., Ágústi Ólafi Ágústssyni, dagsett 21. október:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 2. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur, Reykjavík, taki sæti á Alþingi á meðan, en Einar Karl Haraldsson, 1. varamaður á listanum, getur ekki tekið sæti að sinni á Alþingi.

Virðingarfyllst,

Ágúst Ólafur Ágústsson, 10. þm. Reykv. s.“

 

Borist hefur bréf frá 1. varaþingmanni Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, Einari Karli Haraldssyni, dagsett 15. október 2004, þar sem segir svo:

„Vegna anna á næstunni get ég ekki tekið sæti Ágústs Ólafs Ágústssonar, 10. þm. Reykv. s., sem verður fjarverandi vegna setu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 24. október til 7. nóvember næstkomandi.“

 

Kjörbréf Kristrúnar Heimisdóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Kristrún Heimisdóttir, 10. þm. Reykv. s., undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.]