131. löggjafarþing — 31. fundur,  16. nóv. 2004.

Innrásin í Írak og forsendur fyrir stuðningi íslenskra stjórnvalda.

3. mál
[14:54]

Sólveig Pétursdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil minna hv. þm. á það að sú sem hér stendur var ekki formaður utanríkismálanefndar á þessum tíma, þannig að ég get ekki svarað öllum spurningum hans.

Ég get hins vegar sagt það að ég vísa á bug þessari gagnrýni. Það er margbúið að ræða um Íraksmálið í utanríkismálanefnd. Ég veit ekki annað en það hafi verið staðið eðlilega að þessu máli.