131. löggjafarþing — 46. fundur,  2. des. 2004.

Húsnæðismál.

220. mál
[14:16]

Össur Skarphéðinsson (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson fann að því við mig að ég hefði verið ómálefnalegur gagnvart honum í andsvari og beint orðum mínum jafnvel með ásökunum til hv. þm. Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Það er alveg hárrétt hjá hv. þingmanni að ég átti ekki að gera það. Ég var auðvitað í andsvari við hann og átti ekki að misnota það með þessum hætti og ég bið hv. þingmann afsökunar á því.