131. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2005.

Fjárhagslegur aðskilnaður í rekstri útgerðar og fiskvinnslu.

23. mál
[16:32]

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég átta mig ekki á því hvort hv. þingmaður er svo ókunnugur hér á landi að honum sé ekki kunnugt um að frystihúsum hefur verið lokað vegna þess að hráefni hefur skort. Það er ekki hægt að bæta úr því hjá þeim frystihúsum sem nú berjast í bökkum með því að setja allan fisk á markað vegna þess að það yrði tilhneiging til þess að hann safnaðist fyrir á þeim stöðum sem næstir eru útflutningshöfn eða flugstöð. Auðvitað mundi þetta gera reksturinn erfiðari á þeim stöðum sem fjærst eru sem hafa verið að byggja sig upp með því að eiga kvóta og styrkja þannig veiðar og vinnslu í senn. Þetta veit hv. þingmaður. Og hann veit að með þessari tillögu er verið að vega að smæstu sjávarplássunum