131. löggjafarþing — 102. fundur,  4. apr. 2005.

Tilkynning.

[15:01]

Forseti (Halldór Blöndal):

Klukkan 4 í dag verður 17. dagskrármálið tekið fyrir, munnleg skýrsla forsætisráðherra um sölu Símans. Um fyrirkomulag umræðunnar er samkomulag milli þingflokka. Umræðan fer þannig fram að forsætisráðherra hefur átta mínútur og talsmenn annarra flokka sex mínútur í fyrri umferð. Í síðari umferð hafa ræðumenn flokkanna fjórar mínútur og forsætisráðherra lýkur umræðunni.