131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[23:13]

Jónína Bjartmarz (F) (andsvar):

Herra forseti. Þar sáum við inn í dýrðina hver framtíðarstefna og framtíðarsýn Vinstri grænna er á þingi, að bíða bara og þreyja þorrann og góuna nógu lengi þar til engir búa orðið á landsbyggðinni. Þangað til hörkum við í gegnum Mosfellsbæinn og þá er engin þörf fyrir Sundabrautina. Þetta eru alveg nýjar fréttir fyrir mig og mjög fróðlegt fyrir kjósendur og íbúa í Reykjavík að heyra þessa framtíðarsýn hv. þm. Jóns Bjarnasonar, fulltrúa Vinstri grænna.