132. löggjafarþing — 11. fundur,  19. okt. 2005.

Gegnumlýsingartæki fyrir tollgæsluna.

100. mál
[14:42]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er hreyft mjög mikilvægu máli. Ég verð að segja að þeim peningum sem varið er til að koma í veg fyrir innflutning á fíkniefnum er vel varið. Ég hvet hæstv. ráðherra til að finna peninga til að kaupa svona tæki. Það kostar 80 millj. kr. Ég get bent hæstv. ráðherra á eina sparnaðarleið á móti. Hann gæti t.d. sparað með því að hætta við vopnakaup sem eru áformuð. Það kæmi þar upp á móti og sjálfsagt væri víðar hægt að finna peninga í þetta. Ég hvet fjárlaganefnd til að skoða þetta líka.

Þótt kaupa þurfi tæki til að gegnumlýsa pakka þá þarf auðvitað meira til. Það kom fram í umræðunni að aðeins 1% af gámunum sem fluttir eru inn eru skoðaðir. Það er algerlega óviðunandi þannig að ég hvet hæstv. ráðherra til að drífa í að kaupa svona tæki. Sú fjárfesting mundi fljótt skila sér.