132. löggjafarþing — 31. fundur,  28. nóv. 2005.

Faggilding o.fl.

361. mál
[18:32]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Að sjálfsögðu hefur það verið metið og í rauninni er bara einn starfsmaður í dag. Við reiknum því með að starfsemin fari vaxandi á næstu árum. Í umsókn frá fjármálaráðuneytinu sést mjög nákvæmlega hvernig áætlað er að þetta muni þróast á næstu árum. Við gerum vissulega ráð fyrir að þarna verði aukin starfsemi. Ef þetta þróast á einhvern annan veg er alltaf tækifæri til að bregðast við því með fjárlögum. En við reiknum líka með að tekjurnar aukist eins og þarna kemur fram. Ég held því að þetta sé allt saman þokkalega ígrundað.