132. löggjafarþing — 36. fundur,  7. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:32]
Hlusta

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Frú forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu stjórnarandstöðunnar um 300 millj. kr. viðbótarfjárframlag til að fjölga hjúkrunarrýmum. Það er ljóst að mikil þörf er fyrir hjúkrunarrými um allt land en þó síst á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar eru á fjórða hundrað manns í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými, í brýnni þörf. Við þurfum því að gera átak í að fjölga vistunarúrræðum fyrir aldraða og hér vill stjórnarandstaðan sýna það í verki. Það er vel hægt sé vilji fyrir því. Allar útgjaldatillögur Samfylkingarinnar eiga sér einhverja niðurskurðartillögu á móti og því er þetta ábyrg tillaga. Við eigum að samþykkja hana ef við meinum eitthvað með því að vilja setja málefni eldri borgara í forgang. Það vill Samfylkingin a.m.k. Ég segi því já.