132. löggjafarþing — 45. fundur,  18. jan. 2006.

Staða íslensks skipaiðnaðar.

323. mál
[14:05]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg):

Frú forseti. Mér er spurn hvort hæstv. iðnaðarráðherra og ég séum í sama landi. Vegna þess að ég skil ekkert í þessum orðum hérna. Teljandi upp í hvaða sæti við erum á hinum og þessum listum. Erum við ekki hamingjusamasta þjóð í heimi líka? Ég er bara ekki alveg viss um það. Staðreyndirnar tala sínu máli. Það er verið að senda rannsóknaskip og varðskip úr landi. Á meðan fer Slippstöðin á Akureyri á hausinn og eins og fyrirspyrjandi, hv. þm. Sigurjón Þórðarson, benti á hefði sennilega verið miklu ódýrara að framkvæma þá viðgerð á Akureyri. Ætlar hæstv. iðnaðarráðherra að segja mér að þetta sé bara allt í góðu lagi? Á meðan blasir við gjaldþrot hjá Slippstöðinni upp á meira en 1 milljarð. Og það að stóriðjuframkvæmdir hafi komið skipasmíðaiðnaðinum sérstaklega til góða, það er fullkominn misskilningur. Ég veit ekki betur en einmitt þetta gjaldþrot hjá Slippstöðinni sé út af einhverri Kárahnjúkadellu. (Forseti hringir.)