132. löggjafarþing — 45. fundur,  18. jan. 2006.

Mál Ölgerðarinnar gegn umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur.

296. mál
[14:44]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S):

Frú forseti. Varðandi það hvenær þess sé að vænta að þessu ferli verði lokið þá get ég ekki sagt nákvæmlega fyrir um það. Miðað við reynsluna gæti það kannski verið í mars sem við gætum búist við því. Ferli af þessu tagi tekur nokkra mánuði, allt upp í hálft ár.

Hvað snertir að fella út 19. gr. þá tel ég að það sé ekki rétt því að annars vegar er þar um að ræða reglugerð um aukefni en hins vegar er um að ræða reglugerð um íblöndun bætiefna þannig að ég tel ekki rétt að fella burtu 19. gr.