132. löggjafarþing — 53. fundur,  26. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[11:16]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel að ég hafi gengið lengra en hv. þingmaður í þeim efnum að ég hef þó a.m.k. viðurkennt að ég hafi haft á röngu að standa. Það er eitthvað sem hv. þingmaður mundi aldrei viðurkenna þó það gerist nú daglega að mínu mati að hann hafi á röngu að standa.

En af því að hv. þingmaður minntist hér á rammaáætlun þá er einmitt mikilvægt vegna rammaáætlunar að þetta frumvarp verði að lögum og þessar auðlindir okkar verði rannsakaðar. Það skiptir máli vegna rammaáætlunar.