132. löggjafarþing — 64. fundur,  10. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[11:08]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf):

Virðulegi forseti. Ég greiði því að sjálfsögðu atkvæði að senda þetta mál til hv. iðnaðarnefndar en ég vil taka undir það sem hæstv. iðnaðarráðherra sagði áðan að byggðamál eiga betra skilið en þessa áætlun. Þess vegna vona ég að áætlunin batni mjög í meðförum iðnaðarnefndar. Ég vil einnig segja, virðulegi forseti, vegna þeirra orða að byggðamál eiga betra skilið en það að hæstv. iðnaðarráðherra fari með þennan málaflokk, þá hef ég ásamt fjölmörgum öðrum þingmönnum boðað frumvarp um að færa byggðamál úr iðnaðarráðuneytinu og yfir í forsætisráðuneytið.