132. löggjafarþing — 64. fundur,  10. feb. 2006.

Heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar.

456. mál
[12:50]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á því að þakka ræðumanni fyrir efnismikla og fróðlega ræðu. Hann minntist á markaðsvæðingu raforkukerfisins. Mér finnst kannski eins og hv. þingmaður ræði ekki málið í heild sinni, hvort það megi ekki líta á þetta mál sem hluta af markaðsvæðingu stjórnmálanna. Við höfum orðið varir við að þeir sem fengu að kaupa Búnaðarbankann fyrir lítið fyrir tilstilli hæstv. forsætisráðherra hafa núna sýnt mikinn vilja til þess einmitt að komast inn í markaðsvæðingu raforkukerfisins. Ber ekki að líta á það? Það væri líka fróðlegt að fá að heyra það, þegar hæstv. forsætisráðherra tekur umræðuna saman í lokin, hvort sú gæti verið ástæðan.