132. löggjafarþing — 75. fundur,  2. mars 2006.

Tekjustofnar sveitarfélaga.

141. mál
[14:55]
Hlusta

Jón Kr. Óskarsson (Sf):

Frú forseti. Ég skal vera stuttorður og vonandi gagnorður. Ég vil benda á óskir Félags eldri borgara á landinu. Ósk þeirra er sú að málaflokkur eldri borgara verði fluttur til sveitarfélaga. En þá þarf að tryggja sveitarfélögum að fjármagn frá ríkinu sé nægjanlegt til að þessum flokki verði sinnt eðlilega. Ég held að allir eldri borgarar sjái að nærþjónusta sveitarfélaganna er miklu betri og öflugri og jákvæðari en sú þjónusta sem er á vegum ríkisins í dag. Ég vil koma þessu á framfæri þar sem ég er sennilega elsti maðurinn sem situr á þingi núna í dag.