132. löggjafarþing — 107. fundur,  24. apr. 2006.

Sinfóníuhljómsveit Íslands.

402. mál
[16:28]
Hlusta

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég hefði talið eðlilegra að þetta samkomulag sem gert var á föstudaginn var um að taka frumvarpið um Ríkisútvarpið hf. til umræðu í hv. menntamálanefnd milli 2. og 3. umr. hefði fylgt því frumvarpi. Enda hanga þessi frumvörp saman. Þetta frumvarp hins vegar felur fyrst og fremst í sér leiðréttingu sem nauðsynlegt er að gera með hliðsjón af frumvarpinu um Ríkisútvarpið hf. Það eru að mínu mati engir lausir endar í þessu máli sem kalla á að taka þurfi það inn í nefndina aftur milli 2. og 3. umr.

En við skulum bara sjá til hvort fram kemur formleg ósk um það og sömuleiðs hvort sú umræða sem hér er hafin leiðir til að slíkt sé nauðsynlegt. Að öðru leyti er þetta frumvarp einfalt og kannski ekki svo flókið að það þurfi frekari umræðu við í nefndinni.