133. löggjafarþing — 7. fundur,  5. okt. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[19:23]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að ég sé ekki að blanda tveimur málum saman og ég held að tiltalið hafi komið frá OECD. En ég tek undir með hæstv. ráðherra að það skiptir ekki öllu máli hér. Mér er málið kunnugt vegna þess að ég vakti margoft máls á þessu við fjárlagaumræðu fyrr á tíð og flutti fjölmargar fyrirspurnir í þinginu um nákvæmlega þetta efni. En ég tek undir að við getum farið í saumana á þessum málum utan þingsalar.