133. löggjafarþing — 12. fundur,  16. okt. 2006.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[17:31]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Þvert á móti, ef Ríkisútvarpið hefði verið rekið sem hlutafélag á síðustu missirum væri staða Ríkisútvarpsins núna — það er rekið með töluverðu tapi, með um 400 millj. kr. tekjutapi á ári — þá væri Ríkisútvarpið ekki í þeirri aðstöðu í dag. Það verður að hafa rekstrarlegt svigrúm til þess að svara þeim þörfum sem eru gerðar til fjölmiðlafyrirtækja á markaði. Það er bara þannig. (Gripið fram í: ... segja upp.) Nei, það er ekki verið að tala um að segja upp. (Gripið fram í.) Þá þekkir hv. þm. Einar Már Sigurðarson greinilega ekki til rekstrar ef það er eina úrræðið sem menn sjá. Það er alveg ljóst að forsvarsmenn (Gripið fram í.) stofnunarinnar hafa lagt áherslu á það og sjá tækifærin í því að breyta Ríkisútvarpinu í þetta form, veita því þetta tækifæri, veita því tækifæri til þess að styrkja innlenda menningu og innlenda dagskrárgerð. Fleiri taka þátt í þessum kór með okkur sem stöndum að þessari breytingu, m.a. SÍK, m.a. frambjóðendur Samfylkingarinnar í góðu kjördæmi rétt við Reykjavík.