133. löggjafarþing — 20. fundur,  3. nóv. 2006.

málefni aldraðra.

190. mál
[14:58]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999.

Í frumvarpinu er lagt til að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra verði hækkað um 3,94%, eða úr 6.075 kr. í 6.314 kr. Hækkunin er vegna verðlagsbreytinga en byggingarvísitala hækkaði um 3,94% á tímabilinu desember 2004 til desember 2005.

Framkvæmdasjóður aldraðra fær tekjur af sérstöku gjaldi sem skattstjórar leggja á þá sem eru skattskyldir samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Úr sjóðnum eru m.a. veittir styrkir til byggingar öldrunarstofnana. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra stjórnar sjóðnum og gerir árlega tillögur til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um úthlutun úr honum.

Virðulegi forseti. Ég tel brýnt að frumvarp þetta hljóti afgreiðslu á haustþingi en það fylgi fjárlagafrumvarpi og ég leyfi mér hér með að leggja til að frumvarpinu verði vísað til hv. heilbrigðis- og trygginganefndar og til 2. umr.