133. löggjafarþing — 24. fundur,  9. nóv. 2006.

starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 2005.

[14:47]
Hlusta

Guðjón Ólafur Jónsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég verð að skilja þetta andsvar hv. þm. Jóhanns Ársælssonar á þann veg að hann dragi ekki í efa niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að annast sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbanka til S-hópsins.

Það er hins vegar merkilegt, hæstv. forseti, að hv. þingmaður skuli nota þetta tækifæri til að draga í efa hæfi ríkisendurskoðanda í þessu máli. Það er ómaklega vegið að ríkisendurskoðanda með því að halda því fram, beint eða óbeint, að hann hafi á einhvern hátt verið þannig tengdur Halldóri Ásgrímssyni, fyrrverandi hæstv. forsætisráðherra, að það sé ástæða til að draga það í efa að niðurstöður skýrslu hans hafi verið réttar. Það er ómaklegt.