133. löggjafarþing — 28. fundur,  15. nóv. 2006.

umferðaröryggi á Kjalarnesi.

210. mál
[14:42]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Guðjón Ólafur Jónsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. samgönguráðherra fyrir svörin og öðrum þingmönnum fyrir þátttöku í þessari umræðu. Það eru auðvitað stórpólitísk tíðindi að hæstv. samgönguráðherra hefur lýst því yfir við umræðuna að hann muni leggja aukna áherslu á úrbætur á Kjalarnesi. Það er árangurinn af þessari umræðu. (Gripið fram í.)

Vegagerðin mun á næstu vikum leggja fram tillögur um fækkun tenginga, endurbætur á tengingum og breikkun Vesturlandsvegar. Þetta eru engar smáaðgerðir og ætti væntanlega að auka umferðaröryggi um Kjalarnesveg eins og að var stefnt með framlagningu þessarar fyrirspurnar.

Sömuleiðis verður hugað að vegamótum við Brautarholtsveg eins og fram kom í máli hæstv. ráðherra og umferð gangandi um Grundarhverfi. Fyrstu áfangar, sem svar við 2. lið fyrirspurnar minnar, verða framkvæmdir strax í vetur. Ég er ánægður með það, hæstv. forseti, að þessi fyrirspurn hafi skilað þessum árangri. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir og þakka þeim hv. þingmönnum sem stutt hafa mig í þessu máli á hinu háa Alþingi. Ég mun fylgjast áfram með málinu og vænti þess að aðrir þingmenn Reykjavíkurkjördæmis norður og suður og jafnvel Norðvesturkjördæmis muni fylgja málum eftir ásamt mér í framtíðinni. (Gripið fram í.)