133. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2006.

tvöföldun Hvalfjarðarganga.

243. mál
[14:16]
Hlusta

Guðjón Ólafur Jónsson (F):

Hæstv. forseti. Hvalfjarðargöng hafa reynst mikil samgöngubót. Líklega fara ríflega 95% þeirra sem fara um Hvalfjörð um Hvalfjarðargöng, sem er miklu hærra hlutfall en reiknað var með. Þar fyrir utan hefur bílum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað á sex árum úr 120 þús. í 170 þús.

Tvöföldun að Hvalfjarðargöngum er brýnt verkefni á vegum samgönguyfirvalda og fer að verða tímabært að huga að því að tvöfalda Hvalfjarðargöng. Spölur ehf. hefur lýst yfir áhuga á því verkefni og samgönguyfirvöld og Alþingi eiga að styðja fyrirtækið í þeirri einkaframkvæmd. Mér heyrist á ráðherra að hann ætli að leggja sig fram í þessum efnum og ég mun styðja hann í því.