133. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2006.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

330. mál
[10:01]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Enn á ný tökum við afstöðu til þess hvaða skref við viljum stíga varðandi málefni aldraðra og öryrkja í afkomumálum þeirra og bættum kjörum til framtíðar. Ríkisstjórnarmeirihlutinn fær nú enn á ný tækifæri til að vega og meta þær tillögur sem við höfum flutt hér sameiginlega, fyrst í upphafi þings og sem við höfum síðan fylgt eftir í gegnum fjárlagagerðina. Enn á ný fær sem sagt ríkisstjórnarmeirihlutinn tækifæri til að leiðrétta sinn kúrs.

Við væntum þess að ríkisstjórnarþingmennirnir muni jafnvel þótt seint sé átta sig á því að sú vegferð sem við höfum lagt til er betri og skynsamlegri en sú sem ríkisstjórnarmeirihlutinn hefur lagt í.