133. löggjafarþing — 51. fundur,  15. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[22:46]
Hlusta

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill taka fram að það hefur ekki verið venja hér í þinginu að gera greinarmun á kvöldfundi og næturfundi og reynsla er af því að stundum geta kvöldfundir dregist fram eftir.

Forseti vill jafnframt geta þess að hann hefur auðvitað hlýtt á sjónarmið þingmanna hér í kvöld og mun standa við þá fyrirætlun að þingmenn verði ekki með öllu rændir nætursvefni. Jafnframt er það ósk forseta að hv. 7. þm. Norðaust. komist sem fyrst að til að ræða málið efnislega.