133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[12:46]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel svo ekki vera þótt hefðin sé sú hjá ýmsum sjálfseignarstofnunum. Þar horfi ég t.d. til SÍBS, til Hrafnistu og til ýmissa heilbrigðisstofnana. Þær grundvalla kjarasamninga sína og réttindi starfsmanna á hinum opinbera lagaramma. Þessi réttur er ekki ótvíræður en grundvallast í ýmsum tilvikum á hefð. Þetta er óljós lína, að þessu leyti, milli laga og hefðar.

Þess vegna segi ég að við eigum eftir því sem nokkur kostur er að reyna að brúa þetta bil ef menn ætla að fara yfir í slíkar formbreytingar með samkomulagi og samningum. En svar mitt er þetta. Ég hef haft ákveðnar efasemdir um að fara þessa leið, (Forseti hringir.) af nákvæmlega af þessari ástæðu. Þótt ég sé að sjálfsögðu reiðubúinn að skoða ýmsa hluti þá er svar mitt þetta.