133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[12:54]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég hef hlustað á ábendingar sérfróðra manna um þetta efni og sannfærst um það í þessu máli og öðrum hliðstæðum að stofnanir sem eru færðar í einkaréttar legan búning, inn á markaðstorgið, þurfa að sæta svipuðum lögum og reglum og önnur fyrirtæki á markaði. Því er líklegt að frammi fyrir dómstólum verði varnir starfseminnar, þessara stofnana, veikari en ella.

Mér finnst dapurlegt að stjórnarmeirihlutinn, sem segist vilja standa vörð um Ríkisútvarpið, sé ekki reiðubúinn að hlusta á varnaðarorð af þessu tagi.