133. löggjafarþing — 54. fundur,  18. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[13:59]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (U) (andsvar):

Frú forseti. Enn og aftur bregst ráðherra þannig við að hún reynir að víkja sér undan því að svara þessu meginatriði. Ég verð þá bara að halda áfram að reyna að upplýsa (Gripið fram í.) þingheim um það hér áfram í ræðu seinna.

En (Gripið fram í.) ráðherra nefndi hér meðal annars í ræðu sinni áðan tæki og tól til að takast á við nýja tíma. Ég spyr: Felst í því nauðsyn þess að skerða réttindi og kjör starfsmanna, sem ég tel að þetta frumvarp geri?

Annað er að ráðherra sagði áðan um réttindi og kjör starfsmanna að eftir samþykkt frumvarpsins vildi hún ekki hafa önnur ákvæði um starfsemi í þessu frumvarpi heldur en væri í öðrum sambærilegum, þ.e. forverum þeirra Matís og fleirum.

Hún vill helst gera jafnilla við starfsmennina hjá RÚV og hjá hinum og er þar af leiðandi að viðurkenna það sem ég hef haldið fram hér í umræðunni, að þetta frumvarp mun skerða réttindi og kjör starfsmanna Ríkisútvarpsins.

Þetta gat ég allt á einni mínútu.