133. löggjafarþing — 55. fundur,  19. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[12:07]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður talar um að kjör starfsfólks hjá hinu nýja fyrirtæki muni skerðast til framtíðar. Ég er ekki sannfærður um að eðlilegt sé að ganga út frá því að þó að rekstrarformi stofnana sé breytt í hlutafélag að þá sé sjálfgefið að laun lækki. Það hefur verið margbent á það af hálfu starfsmanna RÚV að þeir telja sig hafa verið á lægri launum hjá stofnuninni RÚV vegna þess að þetta sé stofnun og þeir geti haft betri kjör á öðrum vettvangi. (Gripið fram í.) Það kann vel að vera, hv. þingmaður, að þegar stofnunin er komin í nýjan búning og nýtt rekstrarform að hún eflist og hún gæti þess vegna farið að greiða hærri laun. Við megum ekki horfa til þess (Forseti hringir.) að þetta fari allt niður hólinn. (Gripið fram í: En nefskatturinn?) (Gripið fram í: Er það leyndarmál?)