133. löggjafarþing — 56. fundur,  22. jan. 2007.

niðurstaða stjórnarskrárnefndar um auðlindir.

[10:37]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni umhyggju hans og fagna samstöðu hans um það málefni sem hann ræddi hér sem er sameign þjóðarinnar á auðlindum. Mér er ekki kunnugt um að stjórnarskrárnefnd hafi lokið störfum. Mér er kunnugt um að hún hafi náð áfanga með sameiginlegri niðurstöðu um nokkur atriði. Mér er ekki kunnugt um annað en að hún starfi áfram að öðrum viðfangsefnum sínum, m.a. þessu ákvæði. Starfið heldur áfram og ég treysti því að því verði ráðið til lykta.