133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:38]
Hlusta

Björgvin G. Sigurðsson (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er á ferðinni afleitt lagafrumvarp. Það reisir m.a. samkeppnishindrun fyrir einkarekna ljósvakamiðlun í landinu. Um leið er framtíð Ríkisútvarpsins teflt í óvissu. Fullyrt er að staða Ríkisútvarpsins ohf. á markaði leiði til málaferla og hárra bótagreiðslna síðar. Þetta frumvarp er aðför að einkarekstri á íslenskum ljósvakamarkaði um leið og það teflir framtíð Ríkisútvarpsins sem almannaútvarps á Íslandi í tvísýnu og óvissu.

Hér er um að ræða mjög alvarlega og gallaða málafylgju sem leiðir til þess að fjölmiðlaumhverfið á Íslandi verður einsleitara og verra og ég segi því að sjálfsögðu nei.