133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:39]
Hlusta

Guðjón Ólafur Jónsson (F):

Hæstv. forseti. Samþykkt þessa frumvarps mun að mínu mati styrkja og efla starfsemi Ríkisútvarpsins á tímum vaxandi samkeppni. Margt hefur verið fært til betri vegar í meðförum menntamálanefndar eins og síðustu tillögur, sem við greiddum atkvæði um áðan, hafa leitt í ljós.

Það sem stendur hins vegar upp úr eftir 130 klukkustunda umræður um Ríkisútvarpið á þessu kjörtímabili er uppgjöf stjórnarandstöðunnar og alger niðurlæging. Við lokaafgreiðslu þessa máls, hæstv. forseti, getur maður aðeins átt þá einu von í brjósti og þá einu bæn að guð gefi að Ríkisútvarpið verði aldrei undirselt völdum þessa manna. Ég segi já.