133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:46]
Hlusta

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Með þessari lagasetningu er verið að skapa óþarfa ófrið um rekstur og framtíð Ríkisútvarpsins sem hefði mátt koma í veg fyrir ef sáttaboði stjórnarandstöðunnar hefði verið tekið. Þarna er verið að lögfesta algjör ítök stjórnarmeirihluta hverju sinni í stjórnun Ríkisútvarpsins, það er þráður beint úr Stjórnarráðinu samkvæmt þessu frumvarpi niður eftir allri stofnuninni verði þetta frumvarp að lögum. Það er verið að lögfesta hér nefskatt sem er einn sá óréttlátasti skattur sem um getur og hæstv. ráðherra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur verður án efa minnst fyrir um langa framtíð. Þessi skattur leggst þungt á mannmörg heimili og þessi skattur undanþiggur þá sem allra hæstu tekjurnar hafa af fjármagnstekjum og lifa af fjármagnstekjum í samfélaginu. Fyrir það verður hæstv. ráðherra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur minnst þegar þetta frumvarp hefur verið samþykkt (Forseti hringir.) og um langa framtíð. Þingmaðurinn segir nei.