133. löggjafarþing — 74. fundur,  20. feb. 2007.

tollkvótar við innflutning landbúnaðarafurða.

621. mál
[17:03]
Hlusta

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég útskýrði það í ræðu minni hvað hið nýja samkomulag fæli í sér. Vegna spurningar hv. þingmanns þá liggur það fyrir að vanti á markaðinn vörur sem hér hafa verið nefndar, kjötvörur eða annað, þá er auðvitað hægt að heimila viðbótarkvóta. Þannig hefur það verið í fríverslunarsamningum okkar og þetta er engin breyting frá því. Hér er ég að tala fyrir máli sem kom mjög skýrt fram í ræðu minni að snýr að nýju samkomulagi sem náðst hefur við Evrópusambandið og snýr að því að til stendur að lækka matvælaverð 1. mars nk. og heimila þá meiri innflutning á grundvelli þess samnings. Um leið kom fram í ræðu minni að við náðum samningum eftir þessum reglum um kvóta okkar til Evrópusambandsins fyrir skyr, smjör og pylsur. Ég vona að þetta svari fyrirspurn hv. þingmanns.