133. löggjafarþing — 79. fundur,  27. feb. 2007.

hlutur kvenna í stjórnmálum, tvísköttunarsamningar o.fl.

[13:38]
Hlusta

Ólafur Níels Eiríksson (F):

Virðulegi forseti. Ég ætla að tala um landsfund Vinstri grænna. Steingrímur J. sagðist selja stefnuna dýrt. Hvernig á að túlka svona? Þar sem Vinstri grænir þykjast vera umhverfis- eða náttúruverndarflokkur á að túlka það …

(Forseti (JónK): Ég vil minna hv. þingmann á að ávarpa þingmenn með númeri þeirra.)

Sá sem borgar best, er stefnan látin fjúka. Það er hægt að spyrja sig hvað þurfti að borga sveitarstjórnarfulltrúum fyrir að taka vinkilbeygju frá stefnu sinni. Þetta er skrýtin stefna, alltaf á móti, en að vera á móti sinni eigin stefnu er frekar furðulegt.

Ég tók mér rúnt þangað sem landsfundurinn var um helgina. Ég gat ekki séð að það væri mikið um reiðhjól, það var ekki mikið um rafmagnsbíla en þar sem má ekki virkja er kannski lítil þörf fyrir rafmagnsbíla. Mér skilst að einn félagsmaður Vinstri grænna hafi spurt hversu margir hafi komið labbandi eða á reiðhjóli. Það var einn, og það var spyrjandinn. Þetta er skrýtinn umhverfisverndarflokkur.