133. löggjafarþing — 79. fundur,  27. feb. 2007.

íslenska táknmálið.

630. mál
[17:48]
Hlusta

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Sæunni Stefánsdóttur fyrir þetta. Hún lýsir því yfir skýrt og skorinort að hún muni styðja það að þetta mál sofni ekki í nefnd, heldur verði samþykkt. Ef ég man rétt er hv. þingmaður í menntamálanefnd þangað sem málinu verður vísað og þar mun hv. þingmaður fá tækifæri til að ljá því atbeina sinn að það verði samþykkt. Ég lýsi því yfir fyrir hönd hinnar sameinuðu stjórnarandstöðu, kaffibandalagsins, að við munum þá gera allt sem við getum til að styðja hv. þingmann til að ná þessu máli í gegn. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Verða þá ekki allir glaðir og kátir? (KolH: … landbúnaðarráðherra verði glaður.)