133. löggjafarþing — 81. fundur,  28. feb. 2007.

tollkvótar við innflutning landbúnaðarafurða.

621. mál
[16:07]
Hlusta

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það veit nú þjóðin að þarna fór hv. þingmaður ekki með rétt mál því að hún veit að sá sem hér stendur hefur mesta trú og aðdáun á íslenskum landbúnaði af öllum stjórnmálamönnum og hefur talað fyrir hönd landbúnaðarins og vakið athygli á gæðunum. Hér voru meistarakokkarnir á dögunum að dásama besta hráefni í veröldinni. Reykjavík ilmaði af matarlykt og sælu. Ég vona að hv. þingmaður hafi farið út að borða.

En nú er komið að þeirri stund eftir þessa hringferð hv. þingmanns, sem ekkert er byggjandi á, að við vinirnir slíðrum sverðin og leggjum vopn okkar til hliðar og göngum í það verk sem við ætlum að gera í dag, að setja þetta mál og gera það að lögum og erum báðir sammála um að við sjáum lækkun á matvælaverði næstu daga og fylgjum því eftir að það gerist. Íslenskir bændur hafa lagt sitt af mörkun og verslunin ætti náttúrlega að leggja eitthvað af mörkun eins og bændurnir og ríkisvaldið til að þetta gerist. En minnumst þess að Ísland er gott land með frábær matvæli og það sem gerist á morgun mun auðvitað auka neysluna.