133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[19:06]
Hlusta

Jón Kristjánsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég man þá tíð þegar ekkert kvótakerfi var, þá var hægt að veiða alveg (SigurjÞ: Hversu nákvæm …?) eins og menn lysti. Þá var ástandið þannig, ég man að það var árið 1983, að allir togarar á Austurlandi sigldu í höfn vegna þess að útgerðin var að fara á hausinn. Þetta var þegar mátti veiða eins og menn lysti. Þá var aflinn 500 þús. tonn og verðmætasköpunin hlutfallslega margfalt minni en núna er. Þetta kannski sýnir málið í hnotskurn, ef menn á annað borð vilja horfa aftur í tímann. Menn kenna kvótakerfinu um allt en ástandið var svona áður en kvótakerfið hélt innreið sína hér í þessu landi.

Ég fyrirgef hv. þingmanni því að hann er ungur að árum og man kannski (Forseti hringir.) ekki þessa tíð. (Gripið fram í.)