135. löggjafarþing — 5. fundur,  9. okt. 2007.

varamenn taka þingsæti.

[13:33]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Eins og áður hefur verið tilkynnt tóku sæti frá og með mánudeginum 8. október varamennirnir Þorvaldur Ingvarsson fyrir Arnbjörgu Sveinsdóttur, Björn Valur Gíslason fyrir Steingrím J. Sigfússon og Guðmundur Steingrímsson fyrir Árna Pál Árnason. Varaþingmennirnir eru nú komnir til þings. Kjörbréf þeirra hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt. Björn Valur Gíslason hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa að nýju.

Þorvaldur Ingvarsson og Guðmundur Steingrímsson hafa ekki tekið sæti á Alþingi áður og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Þorvaldur Ingvarsson, 5. þm. Norðaust., og Guðmundur Steingrímsson, 11. þm. Suðvest., undirrituðu drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.]