135. löggjafarþing — 10. fundur,  16. okt. 2007.

sala áfengis og tóbaks.

6. mál
[16:44]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður ætti að horfast í augu við veruleikann. Eiturlyf eru bönnuð á Íslandi. Þeirra er samt neytt og hv. þingmaður nefndi það sérstaklega. Hann vill hækka aldurinn fyrir innkaupin. Og hver er niðurstaðan í dag? Ég bendi hv. þingmanni á að ganga niður í miðbæ Reykjavíkur um næstu helgi og sjá hvort allir séu orðnir tvítugir sem þar eru drukknir. Þetta er samt bannað.

Ég held að hv. þingmaður ætti nú rétt aðeins að líta á veruleikann, hann er öðruvísi en sú svart/hvíta-mynd sem hann vill draga upp. Hann heldur að boð og bönn og einstrengingslegar predikanir muni bæta stöðuna. Ég held ekki.