135. löggjafarþing — 22. fundur,  12. nóv. 2007.

tæknifrjóvgun.

183. mál
[15:55]
Hlusta

Ásta Möller (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eftir því sem ég kemst næst skilaði vísindasiðanefnd ekki umsögn til heilbrigðisnefndar. Það kemur náttúrlega ekki fram í nefndarálitinu en hins vegar finnst mér ég kannast við þær athugasemdir sem hv. þingmaður ræddi um í andsvari sínu. Þær hafa hugsanlega komið eftir á en það hvernig farið verður að því setja reglur um hvernig geyma skuli umframfósturvísa og slíkt er tæknilegt atriði sem við þurfum að skoða í nefndinni. Ef þetta eru ný sjónarmið sem komið hafa fram eftir að við afgreiddum málið út úr nefndinni í vor þá eru þau fyllilega skoðunar virði.

Það kemur fram að nefndin styður frumvarpið en ef ég man rétt þá áttu fulltrúar úr vísindasiðanefnd sæti í nefndinni sem samdi frumvarpið og fjölluðu um þau siðfræðilegu atriði sem um var rætt.

Varðandi gjaldtöku þá get ég ekki svarað til um hvernig því er varið.