135. löggjafarþing — 45. fundur,  14. des. 2007.

vátryggingarsamningar.

163. mál
[15:04]
Hlusta

Frsm. minni hluta viðskn. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni þessa fyrirspurn. Þetta er ekki auðmeðfarið, það er langt í frá. En það má e.t.v. segja að persónuréttindin, sem varin eru af stjórnarskránni, séu grundvallaratriði og þá fari maður þá leið. Vandamál sem kunna að spretta af henni verði þá leyst með öðrum hætti. Ekki er verið að leggja til að þessar upplýsingar verði aðgengilegar eða neitt slíkt. Ég hefði sjálfur hugsanlega kosið að fara alla leið og byggja eingöngu á upplýsingum vátryggingartakans, hann leggi ekki fram aðrar upplýsingar en um sjálfan sig. En í þessari stöðu málsins fór ég ekki lengra en þetta. En ég skil samt sem áður um hvað verið er að ræða hér.