135. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2008.

transfitusýrur í matvælum.

[11:03]
Hlusta

umhverfisráðherra (Þórunn Sveinbjarnardóttir) (Sf):

Hæstv. forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni að augu fólks eru að opnast fyrir þessum vanda og þetta er eitthvað sem ber að taka á. Þetta er lýðheilsumál og auðvitað varðar það marga þætti í samfélaginu. Það varðar innflutning vara sem innihalda þetta efni, það varðar líka bætt mataræði landsmanna og heilsu þeirra yfirleitt og hreyfingu og annað slíkt. Að því leyti til kemur það með beinum hætti inn á verkefni umhverfisráðuneytisins að aðgerðir okkar, m.a. til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi, þurfa að felast í því að fólk hreyfi sig meira og það tekur vonandi á offituvandanum sem verður því miður einhver mesti heilsufarsvandi sem við er að eiga á þessari öld.