135. löggjafarþing — 63. fundur,  11. feb. 2008.

kynning á stöðu þjóðarbúsins.

[15:14]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Hv. þingmaður var afgerandi í sínum málflutningi en svo sá ég ekki betur en það hefði tekið sig upp gamalkunnur fýlusvipur þegar hann yfirgaf ræðustólinn.

Hugmyndin er „god nok“ eins og sagt er í Danmörku. Hún hefur verið til skoðunar á vettvangi ríkisstjórnarinnar um nokkurt skeið (GÁ: Síðan hvenær?) og ég hef verið í viðræðum við aðila á vegum viðskiptalífsins og bankanna um allnokkurt skeið. Ég ætla ekki að lýsa því yfir núna hver niðurstaðan verður en það verður gert heyrinkunnugt áður en langt um líður. (GÁ: En Seðlabankann?) Það er allt í góðu með hann.