135. löggjafarþing — 72. fundur,  28. feb. 2008.

heimkvaðning friðargæsluliða frá Afganistan.

273. mál
[15:05]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla nú að láta aðra en hæstv. utanríkisráðherra dæma um það hvað mér sé til framdráttar í mínum málflutningi. Það geri ég. Ég fer hins vegar ekki ofan af því að orðalag, áherslur, og þeir tónar sem hafa komið frá Samfylkingunni og þar með hæstv. utanríkisráðherra við þessa umræðu finnst mér ríma við málflutning haukanna í Washington. (Utanrrh.: Skammastu þín.) „Skammastu þín,“ leyfir hæstv. utanríkisráðherra sér að segja. Hæstv. ráðherra er að segja nákvæmlega það sama og utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Bush Bandaríkjaforseti hefur verið að segja núna undanfarna daga, að nú ríði á, að við megum ekki gefast upp í Afganistan og er þar með verið að stappa stálinu í þá aðila sem eru orðnir beggja blands um að hernaðurinn í Afganistan sé þeim sem þar búa til góðs. (Forseti hringir.) Og þá segir hæstv. utanríkisráðherra, þegar menn leyfa sér að hafa uppi umræðu gagnstætt á

(Forseti hringir.) þessi sjónarmið ríkisstjórnarinnar og Samfylkingarinnar: „Skammastu þín.“ (Forseti hringir.)