135. löggjafarþing — 94. fundur,  21. apr. 2008.

lögreglu- og tollstjóraembættið á Suðurnesjum.

[15:11]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Það er ekki rétt með farið hjá hv. þingmanni að tollgæslan og löggæslan hafi verið sameinuð fyrir 16 mánuðum. Það voru lögregluembættin á Suðurnesjum sem voru sameinuð með prýðilegum árangri og bættri löggæslu eins og stefnumótun dómsmálaráðherra á þeim tíma gerði ráð fyrir. (GÁ: Þetta er allt í einu embætti.)

Málið er núna þannig að það er ágreiningur um það hvort kljúfa eigi embættið upp og með hvaða hætti það yrði þá gert. Markmið allra í málinu er að sjálfsögðu að tryggja sem besta þjónustu á þessum sviðum en jafnframt að tryggja að það sé gert á grundvelli eðlilegra fjárveitinga og innan fjárheimilda. Þetta er verkefnið sem blasir við okkur núna og í því er að sjálfsögðu verið að vinna.