135. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2008.

stofnanir á sviði samgöngumála og Háskólinn á Akureyri.

417. mál
[12:59]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Ég tek undir þau sjónarmið sem komu fram hjá hv. fyrirspyrjanda, Ólöfu Nordal, um að opinber verkefni sem þessi eigi að geta verið út um land.

Hæstv. ráðherra minntist á að hann væri nú að láta vinna tillögur að skipulagsbreytingum eða fara yfir skipulag Vegagerðarinnar. Ég vona að hann lendi ekki í sömu gryfju og fyrrverandi samgönguráðherra sem fór líka í slíkar skipulagsbreytingar undir því flaggi að efla ætti starfsemina úti um land en það þveröfuga gerðist, þannig að deildirnar, útibú Vegagerðarinnar á Ísafirði, Borgarnesi, Sauðárkróki eða minni útibú Vegagerðarinnar á öðrum stöðum, voru lagðar af eða starfsemi þeirra verulega skert. Við tókumst á um það í síðustu vegalögum, sem hæstv. ráðherra flutti þá, að einkavæða ætti og bjóða út þessa sömu starfsemi og við berjumst fyrir, frú forseti. Sem betur fer tókst að koma í veg fyrir það.