135. löggjafarþing — 106. fundur,  23. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[00:07]
Hlusta

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti hefur hlýtt á athugasemdir þingmanna um fundarstjórn forseta og vill ítreka það sem sagt var í upphafi þessa þingfundar í dag. (Gripið fram í: Í gær.) Í upphafi þessa fundar kom forseti með tillögu um að umræðum yrði lokið um dagskrármálin. Forseti spurði hvort óskað væri atkvæðagreiðslu um þá tillögu. Svo var ekki enda skoðaðist hún þá samþykkt.

Forseti hyggst halda áfram umræðum en nokkrir þingmenn hafa enn beðið um orðið um fundarstjórn forseta.