135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[15:30]
Hlusta

Frsm. minni hluta menntmn. (Kolbrún Halldórsdóttir) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skil vel að þingmönnum Samfylkingarinnar sé heitt í hamsi út af þessu máli. Þeim á að vera það því þetta brennur á þeim núna. Öll ólgan í samfélaginu út af frumvarpinu brennur auðvitað á samfylkingarþingmönnum (Gripið fram í.) sem eru búnir… (Gripið fram í.) Við skulum meta 18. gr. frumvarpsins. Metum 18. gr. og sjáum hvað hún er galopin og óljós. Engar tryggingar eru fyrir því að þau orð sem falla, hvort sem þau eru frá hv. samfylkingarþingmönnum eða frá Sjálfstæðisflokknum eða ráðherranum, hafi tryggingar í lagatextanum fyrir því að ekki eigi að skerða nám til stúdentsprófs. Það er í þveröfuga átt sem fagfólkið í stéttinni, framhaldsskólakennarar og háskólakennarar sýna okkur fram á með gildum rökum að verði farið.