135. löggjafarþing — 107. fundur,  23. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[17:14]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Nú kem ég algerlega af fjöllum. Liggur fyrir að stjórnarmeirihlutinn ætli að leggja meira fjármagn til framhaldsskólanna? Ég veit að það yrði afar vel þegið t.a.m. í Menntaskólanum á Akureyri og í skólum í Norðausturkjördæmi. Við munum herma þetta loforð upp á stjórnarmeirihlutann.

Ef hv. þm. Katrín Júlíusdóttir hefði hlustað á málflutning minn veit ég vel að hv. þingmenn, hún, Einar Már Sigurðarson og Sigurður Kári Kristjánsson, hafa sagt að ekki sé stefnt að því að stytta stúdentsprófið. Þau hafa sagt það. Ég skal vera sanngjarn með það enda var ég það líka áðan í ræðu minni.

Hins vegar er verið að setja lög. Lögin gilda og þau bera það því miður (Forseti hringir.) með sér að stytting verði á næstu árum og ég vísa í það sem ég fór (Forseti hringir.) skilmerkilega yfir hér áðan í fyrri ræðu minni.